Stýrihópur sem menntamálaráðherra skipaði á þessu ári til undirbúnings stofnunar framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð stendur nú fyrir könnun meðal almennings, fyrirtækja og grunnskólanemenda í 9. og 10. bekk í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Í könnuninni verður leitast við að fá fram upplýsingar um viðhorf, áhuga og þarfir íbúa og fyrirtækja á svæðinu fyrir framhaldsskólamenntun.
Könnunin er unnin er af Capacent Gallup og fer fram í síma meðal almennings og fyrirtækja en verður lögð fyrir nemendur í skólunum.
Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfuðstöðvar skólans verði í Ólafsfirði en að einnig verði boðið upp á sérhæft nám á Dalvík. Sérstaklega verður athugað hvernig nýta megi upplýsingatækni og fjarkennslu til að auka aðgengi íbúa að menntun. Áætlað er að skólinn taki til starfa haustið 2009