Frábær Eurovision gleði hefur nú tekið enda og við hér í Dalvíkurbyggð farin að einbeita okkur að vorkomunni. Okkar maður, Eyþór Ingi, stóð sig með sóma í aðalkeppninni, eins og við var að búast, og okkar stoltu hjörtu slógu með honum alla leið. Það hefur margt verið á döfunni þessa eurovision daga sem hófust með stórtónleikum Eurobandsins í íþróttamiðstöðinni 21. apríl. Síðan rakti hver viðburðurinn annan þar til hápunktinum var náð síðastliðið laugardagskvöld þegar Eyþór Ingi steig á stokk og flutti lagið, Ég á líf, með glæsibrag. Við stefnum svo ótrauð á álíka Eurovision gleði á næsta ári, bara spurning hvort að Eurovision farinn verði líka úr Dalvikurbyggð!!