Frá Húsabakkaskóla: ágúst-Tengja Húsabakkaskóla

                       Ágúst -Tengja
 
  Húsabakka 17. ágúst 2004

Ágætu nemendur Húsabakkaskóla,

fyrsti skóladagur okkar á Húsabakka fyrir skólaárið 2004-2005 er miðvikudaginn 25. ágúst og þá byrjum við kl. 11:00. Austurrútan fer frá Þverá í Skíðadal  kl. 10:20 og frá Dalvík 10:50, vesturrútan fer frá Hæringsstöðum kl. 10:35. Þennan dag verður farið heim kl. 13:30.

Þann dag hittið þið umsjónarkennara ykkar, fáið stundatöflur, skóladagatal, innkaupalista og allar nánari upplýsingar um ferðina okkar að Stekkjarhúsi þann 26. - 27. ágúst n.k. Umsjónarkennarar ykkar eru eftirfarandi:

1. - 2. bekkur:                 Þórdís Hjálmarsdóttir

4. , 5. og 6. bekkur:         Dóróþea Reimarsdóttir

7. - 8. bekkur:                 Helga Björt Möller

Aðrir kennarar og starfsmenn eru: Ingibjörg Kristinsdóttir, Sólveig Lilja Sigurðardóttir, Hjörleifur Hjartarson, Guðrún Rósa Lárusdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir og Halldóra Kristín Hjaltadóttir.

Leikskólinn byrjar mánudaginn 30. ágúst kl. 7:50. Deildarstjóri á leikskóla er Sæunn Guðmundsdóttir. Hann verður eins og fyrr opinn alla virka daga vikunnar frá kl. 7:50-11:50.

Fyrstu vikuna verður skólatími grunnskólabarnanna til 13:30 alla dagana.

Fyrstu tvær vikurnar (fer eftir veðrinu) verða notaðar til útiveru, gönguferða, leikja og berjatínslu. Upplýsingar um þær ferðir verða sendar út þegar nær dregur.

Eftir fyrsta daginn fer austurrútan frá Þverá í Skíðadal kl. 7:20 og frá Dalvík kl. 8:00, en vesturrútan fer frá Hæringsstöðum kl. 7:35.

Bestu kveðjur og hlakka til þess að hitta ykkur öll - Ingileif