Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Bókasafns Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafns Svarfdæla.
Umsjón með starfinu hafa Jónína Guðmundsdóttir (jonina.gudmundsdottir@capacent.is ) og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is ) hjá Capacent Ráðningum.
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfi ð á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is . Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Starfssvið:
• Daglegur rekstur bókasafns og héraðsskjalasafns
• Gerð starfs- og fjárhagsáætlana
• Þróunarstarf
• Samskipti við hagsmunaaðila
• Almenn störf bókasafns- og héraðsskjalavarðar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði
• Haldgóð reynsla af sambærilegum verkefnum
• Góð almenn tölvu- og tungumálakunnátta
• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Bókasafn Dalvíkurbyggðar er almenningsbókasafn sem þjónar almenningi og skólum. Bókasafnið er jafnframt upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins. Héraðsskjalasafnið safnar, varðveitir og skráir skjöl. Einnig er þar unnið að söfnun og skráningu ljósmynda og listaverka.