Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar lauk umfjöllun um fjárhagsáætlunar 2014 og fjögurra ára áætlunar til 2017 hinn 3. desember. sl. Helstu niðurstöðutölur fyrir árið 2014 eru þær að A hlutinn skilar rúmlegar 47 m kr. í afgang og samstæðan (A og B hluti) skilar afgangi uppá tæpl. 68 m kr. Veltufé frá rekstri er áætlað um 274 m kr.
Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum 19. nóvember sl. að bregðast við sérstakri áskorun aðila vinnumarkaðarins með því að taka til endurskoðunar þjónustgjaldskrár sveitarfélagsins. Það þýðir tekjulækkun uppá 10.429.000 frá því sem áætlað var og kemur íbúum til góða.
Skuldahlutfall Dalvíkurbyggðar er milli 80 og 90%. Sveitarstjórnarlögin segja að skuldahlutfall, megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Heildartekjur 2014 eru áætlaðar 1.748 m kr. og rekstrarútgjöld án afskrifta 1.466 m.kr. Framlegðin er 15,6%. Fjárfestingar á árinu 2014 nema um 310 m kr. Langstærsta framkvæmdin er fyrri áfangi hafskipakants í Dalvíkurhöfn. Netto lántaka er um 105 m kr.
Bæði A og B hluti skila jákvæðri niðurstöðu öll árin. Áætlun fyrir árin 2015 – 2017 gerir ráð fyrir eftirfarandi fyrir A og B hluta samantekið:
Rekstrarniðurstaða:
Árið 2015 kr. 47.549.000
Árið 2016 kr. 98.029.000
Árið 2017 kr. 89.982.000
Veltufé frá rekstri:
Árið 2015 kr. 267.326.000
Árið 2016 kr. 327.172.000
Árið 2017 kr. 322.029.000
Fjárfestingar:
Árið 2015 kr. 318.805.000
Árið 2016 kr. 225.060.000
Árið 2017 kr. 109.080.000
Dalvíkurbyggð leggur metnað sinn í góða þjónustu við börn og ungmenni og styður vel við íþrótta- og tómstundastarf m.a. með samningum við félagasamtök. Einnig hefur verið tekið upp sérstakt stuðningskerfi, Æskuækt, til að greiða fyrir þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu starfi utan skóla. Sveitarfélagið rekur tvo leikskóla ásamt því að annar grunnskóla sveitarfélagsins er jafnframt leikskóli. Lögð er áhersla á að taka börn í leikskóla 9 mánaða gömul.
Sveitarfélagið rekur hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu, hafnasjóð og félagslegt íbúðakerfi í B hluta.
Nánri upplýsingar gefur Svanfríður Jónasdóttir, sveitarstjóri, í síma 460 4902 eða 862 1460