Samkvæmt bókun bæjarráðs þann 4. maí sl. kemur fram að:
Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs Selma Dögg Sigurjónsdóttir, starfandi upplýsingafulltrúi, og Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Á 343. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 20. október 2005 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, og Jón Heiðar Rúnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Tekið fyrir bréf dagsett þann 13. október 2005 þar sem upplýsingafulltrúi og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggja til að stofnuð verði formleg Ferðaþjónustumiðstöð sam hafi náið samstarf við Upplýsingamiðstöðina á Akureyri. Hlutverk ferðaþjónustumiðstöðvar væri upplýsingagjöf til ferðamanna og umsjón með tjaldsvæði. Starfsmenn Sundlaugar Dalvíkur myndu sjá um þessa þjónustu sem fyrr. Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði Dalvíkurbyggðar vegna ferðaþjónustumiðstöðvar heldur er verið að millifæra kostnað sem nú er á Sundlaug Dalvíkur vegna tjaldsvæðisins og upplýsingarmiðstöðvar.
Ennfremur er lagt til að tekið verði upp hófleg gjaldtaka á tjaldsvæðinu til þess að mæta þeim kostnaði sem fellur til við reksturinn auk þess að borgað verði fyrir notkun á rafmagni.
Tillaga að gjaldskrá:
Aðstaða fyrir tjald, húsbíl, fellihýsi og hjólhýsi kr. 500,- nóttin.
Þvottavél, þvottaefni, þurrkun og frágangur kr. 500,- á vél.
Aðgangur að rafmagni kr. 200,-pr.sólarhring.
Afgreiðslu frestað.
Jón Heiðar vék af fundi."
Selma Dögg og Bjarni viku af fundi.
a) Bæjarráð samþykkir að Ferðaþjónustumiðstöð Dalvíkurbyggðar verði í Sundlaug Dalvíkur, eins og verið hefur, og að hlutverk miðstöðvarinnar verði samkvæmt ofangreindu erindi frá 13. október 2005.
b) Bæjarráð samþykkir að tekið verði kr. 200,- gjald á sólarhring fyrir aðgang að rafmagni á tjaldsvæðinu.
c) Bæjarráð samþykkir að gera þurfi reglur um aðgang að rafmagni á tjaldsvæðinu, m.a. með öryggi í huga. Vísað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Gjaldskráin var eingöngu samþykkt hvað snýr að notkun rafmagns á svæðinu, ekki verði tekið gjald fyrir tjaldsvæðið sjálft og ekki verður boðið upp á þvottaþjónustu í Sundlauginni.
Vekja skal athygli á því að að Sundlaug Dalvíkur býður ekki upp á þvottaþjónustu eins og getið var um í grein Bæjarpóstsins í gær sem og Jón Heiðar Rúnarsson starfaði sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á þessum tíma.