Nú eru í kynningu drög að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli.
Tilgangur skipulagsins er að móta stefnu fyrir framtíðaruppbyggingu og nýtingu fólkvangsins til þess að bæta aðstöðu til fjölbreyttrar útivistar. Meðfylgjandi skipulaginu er umhverfisskýrsla þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif tillögunnar.
Í skipulaginu kemur meðal annars fram:
- hvað má byggja, hvar og hversu stórt
- hvar og hvernig megi planta trjám og runnum
- hvar mismunandi stígar skulu liggja
- hvar áningarstaðir og leiksvæði skulu vera
- hvar megi keyra bíla og vélsleða
- hvernig lýsingu skuli háttað
Á þessu stigi gefst íbúum og hagsmunaaðilum kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en gengið verður frá skipulagstillögunni til auglýsingar.
Hér meðfylgjandi eru þau gögn sem snúa að drögum deiliskipulagsins fyrir íbúa sveitarfélagsins að kynna sér.
Drög að deiliskipulagi fólkvangs í Böggvisstaðafjalli
Drög að greinargerð vegna deiliskipulags og umhverfisskýrsla
Drög - Mynd 1
Drög - Mynd 2
Drög - Mynd 3
Drög - Mynd 4
Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér deiliskipulagstillöguna.
Tillögur og athugasemdir má senda á: borkur@dalvikurbyggd.is fyrir 21. október 2020.