Dalvíkurskóli óskar eftir umsjónarkennara á eldra stig

Dalvíkurskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á eldra stig skólaárið 2012 - 2013

Hæfniskröfur:
- Grunnskólakennaramenntun
- Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
- Metnaðarfullur í starfi og hæfni til að vinna í hóp
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Tilbúinn að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í skólastarfi
- Tilbúinn að vinna eftir fjölbreyttum kennsluaðferðum í unglingadeild

Dalvíkurskóli er 260 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni, virðing og vellíðan. Í unglingadeild verður lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir. Næsta haust verður farið í þróunarverkefnið Orð af orði. Dalvíkurskóli er Grænfánaskóli. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í starfi og þar er jákvæðni höfð að leiðarljósi. Allir skólar í Dalvíkurbyggð eru að innleiða Uppbyggingarstefnuna.


Umsóknarfrestur er til 4. júní

Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar gisli@dalvikurbyggd.is  símar 4604980 og 8631329. Friðrik Arnarsson deildastjóri friðrik@dalvikurbyggd.is  símar 4604980 og 8490980. Senda skal umsókn ásamt menntun og starfsferilskrá á netfangið gisli@dalvikurskoli.is