Það verður líf og fjör í Dalvíkurbyggð um helgina.
Í dag, föstudaginn 9. desember kl. 16:00, verður sögustund fyrir börnin á bókasafninu.
Í kvöld, föstudagskvöldið 9. desember verður kvikmyndin Desember sýnd í Bergi menningarhúsi. Sýningin hefst kl. 20:00 og er miðaverð 800 kr.
Í kvöld, föstudagskvöldið 9. desember er einnig aðventukvöld í Urðarkirkju kl. 20:30. Samkór Svarfdæla syngur.
Laugardaginn 10. desember kl. 10:30 verður jólasýning fimleikadeildar UMFS í Íþróttamiðstöðinni. Allir iðkendur sýna hvað þeir hafa verið að æfa á haustönninni. Aðgangseyrir er 500kr. fyrir fullorðna og 300kr. fyrir grunnskólabörn og rennur hann til áhaldakaupa.
Sunnudaginn 11. desember kl. 15:00 koma vaskir jólasveinar í heimsókna og verða á svölum Húsasmiðjunnar.
Sunnudaginn 11. desember kl. 17:00 er jólabingó Barna-og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS í hátíðarsal Dalvíkurskóla.
Sunnudaginn 11. desember kl. 17:00 eru jólatónleikar með Regínu Ósk í Dalvíkurkirkju en þeir bera nafnið Um gleðileg jól, fjölskyldu- og jólatónleikar.Hægt er að nálgast miða á www.midi.is og við innganginn.