Laus til umsóknar staða deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar - framlengdur frestur

Laus til umsóknar staða deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar - framlengdur frestur

Eigna- og framkvæmdadeild er ný deild innan umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar. Hún gegnir veigamiklu hlutverki í sveitarfélaginu og markmiðið er að þjónusta íbúana og stofnanir sveitarfélagsins sem best. Starf deildarstjóra felst í rekstri og yfirumsjón með verkefnum deildarinnar en undir deildina falla Eignasjóður, Félagslegar íbúðir og Vinnuskóli.

Deildarstjóri er forstöðumaður með mannaforráð og er næsti yfirmaður starfsmanna eigna- og framkvæmdadeildar, sumarstarfsmanna og starfsmanna vinnuskóla. Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að lausnamiðuðum, metnaðarfullum einstaklingi  í starfið sem ber hag sveitarfélagsins fyrir brjósti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Skipuleggur og stjórnar daglegri starfsemi eigna- og framkvæmdadeild þannig að meginhlutverk hennar, að annast svæði og eignir sveitarfélagsins, sé uppfyllt.
  • Ber ábyrgð á stjórnun og rekstri, þ.m.t. fjármálum, starfsmannamálum, gerð og eftirfylgni verkferla eigna- og framkvæmdadeildar.
  • Ber ábyrgð á og skipuleggur þjónustuna með það að markmiði  að þjónustan við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins sé til fyrirmyndar.
  • Ber ábyrgð á að opnum svæðum og eignum sveitarfélagsins sé viðhaldið ásamt öðrum verkum sem falla undir EF-deild t.d. skipulag snjómoksturs, samskipti við verktaka vegna sorphirðu, samskipti við verktaka vegna slátturs og umhirðu á opnum svæðum, viðhald gatna, skilta o.fl


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Leiðtoga og stjórnunarhæfni
  •  Góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Rík þjónustulund og jákvæðni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 
  • Skipulagshæfni 
  • Nákvæmni
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum 
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti 
  • Góð tölvuþekking s.s. Word/Excel/Outlook. Þekking á Navision kostur.
  • Þekking á teikniforritum t.d. AutoCAD kostur
  • Ökuréttindi

Ofangreindar menntunar- og hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð.

Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí nk. Upplýsingar gefur Börkur Þór Ottósson, sviðsstóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar, netfang borkur@dalvikurbyggd.is eða í símum 460-4920 og 864-8373. Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi skal sent á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is.