Í tilefni af Degi leikskólans sem er sunnudaginn 6. febrúar, verður haldin tónlistar-uppákoma í Menningarhúsinu Bergi föstudaginn 4. febrúar kl. 10:00.
Þá munu börnin okkar héðan af Kátakoti ásamt börnum frá leikskólunum Krílakoti, og Leikbæ fædd 2007, 2006 og 2005 vera með atriði.
Börnin eru öll þátttakendur í samstarfsverkefni leikskólanna og Tónlistarskólans Tónar eiga töframál og er það Þuríður Sigurðardóttir leikskólakennari á Krílakoti sem hefur séð um kennsluna.
Hér með bjóðum við því foreldrum, öfum og ömmum, yngri systkinum og öðrum áhugasömum að koma og gleðjast með okkur í Bergi þessa stund ☺