Fundur í Comeniusverkefninu okkar var haldin í Finnlandi nú mars og tóku 4 kennarar í Dalvíkurskóla þátt í þeirri heimsókn. Þ. e Sigga, Jóhanna, Ásrún og Skafti. Þetta var ótrúlega vel skipulögð og áhugaverð heimsókn. Þarna fengum við að kynnast skólastarfinu í tveimur samstarfsskólum okkar í Kangasala sem er bær með um 20 þúsund íbúa rétt utan við Tampere. Annar skólinn hefur um 230 nemendur á aldrinum 7-12 ára en hinn er lítill sveitaskóli með um 50 nemendur á aldrinum 6-12 ára. Skemmst er frá því að segja að móttökurnar voru höfðinglegar í báðum skólunum og ákaflega vel skiplagðar þar sem nemendur héldu fyrir okkur heilmiklar uppákomur og leiddu okkur um skólana sína til að kynna og kenna okkur eitt og annað sem þau eru að fást við í skólanum. Einstaklega jákvætt andrúmsloft og þátttaka allra bæði nemenda, kennara og foreldrar í verkefninu heillaði okkur sérstaklega. Við komum heim með frábærar hugmyndir og reynslunni ríkari og vonandi tekst okkur að miðla þeim til samstarfsfólks okkar hér.
Nemendur í 3. og 6. bekk hafa verið virkir þáttakendur í verkefninu og við komum heim með tuskudýr sem er íkorni frá Írlandi og munu nemendur hafa hann með í skólastarfinu og taka hann heim og fær hann taka þar þátt í ýmsum tómstundum. En þetta er síðasta tuskudýrið sem heimsækir okkur.
Nemendur í 3 bekk hafa verið í bréfaskiptum við nemendur í Finnlandi og fengu allir bréf frá finnskum félögum sínum. Sjöttu bekkingar hafa hinsvegar skrifast á við nemendur í Þýskalandi.
Þar sem verkefnið er um umhverfismál skilar það okkur góðu starfi í Grænfána vinnunni. Við erum að semja sameiginleg boðorð í umhverfismálum og okkar vinna þar er boðorð um hollan mat og sjálfbærni í mat. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur útúr þessari sameiginlegu vinnu í lokin.
Hér að neðan eru nokkrar myndir en hægt er að sjá fleiri myndir með því að smella hér.