Átt þú barn á leikskólaaldri? Þá er mjög mikilvægt að hafa í huga að öllum umsóknum um leikskóla vegna innritunar haustið 2025 verði búið að skila inn fyrir 31. mars. Umsóknum er skilað inn á rafrænu formi í Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Tilgreina þarf hvor skólinn er í vali 1 til að auðvelda ferlið.
Aðalinnritun í leikskóla í Dalvíkurbyggð fyrir haustið 2025 fer fram í apríl. Þá fá foreldrar nýrra nemenda send innritunarbréf frá leikskólum í tölvupósti.
Innritað er í hvern skóla eftir kennitölum umsækjenda.
Gera má ráð fyrir að aðlögun geti hafist í september ef búið er að manna leikskólana fyrir haustið. Tímalengd aðlögunartímabilsins fer eftir fjölda nemenda ásamt aldri.
Kærar kveðjur
Ágústa Kristín Bjarnadóttir leikskólastjóri Krílakots
Helga Lind Sigmundsdóttir Deildarstjóri og staðgengill skólastjóra í Kötlukoti