Fréttir og tilkynningar

Gleðilegt nýtt ár!

Kennsla hefst í Tónlistarskólanum þriðjudaginn 4. jan.
Lesa fréttina Gleðilegt nýtt ár!

Áramótabrennur og flugeldasala

Á morgun, gamlársdag, verður brenna austur á sandi á Dalvík kl. 17:00 og á Brimnesborgum á Árskógsströnd kl. 20:00. Einnig verður flugeldasalan opin á morgun á milli kl. 10:00 og 16:00.
Lesa fréttina Áramótabrennur og flugeldasala
Björgvin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Björgvin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Björgvin Björgvinsson skíðamaður var í dag kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 11. árið í röð! Þórdís Rögnvaldsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri varð önnur í kjörinu og Anna Kristín Friðriksdóttir úr Hestamannafélagin...
Lesa fréttina Björgvin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2011

Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2011, var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar 28. des. Helstu niðurstöður eru þessar:  Samtals skilar A hlutinn tæplega 60 m kr í afgang. A og B hlutar samanlagt skila um 72 m ...
Lesa fréttina Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2011

Húsaleigubætur 2011

 Við minnum á að endurnýja þarf húsaleigubótaumsóknir vegna næsta almanaksárs. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 16. janúar 2011 í þjónustuver Bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsing...
Lesa fréttina Húsaleigubætur 2011

Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011

Sjávarútvegsráðuneytið hefur fjallað um umsókn Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Samkvæmt bréfi ráðuneytisins dags. 22. des. sl. er niðurstaðan þessi: Hauganes: 16 þorskígildistonn Árskógssand...
Lesa fréttina Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011
Jólagjafir til barna í Ittoqqortoormiit

Jólagjafir til barna í Ittoqqortoormiit

Fyrir tveimur árum gaf þorri starfsmanna Dalvíkurbyggðar andvirði jólagjafar sinnar frá sveitarfélaginu til styrktar börnum í vinabæ okkar á Grænlandi, Ittoqqortoormiit. Það var síðan ekki fyrr en nú í haust að þessar gja...
Lesa fréttina Jólagjafir til barna í Ittoqqortoormiit

Flugeldasýning, jólaball og jólatónleikar

Það er ýmislegt um að vera í Dalvíkurbyggð í dag. Klukkan 17:00 verður jólaball í Árskógi á vegum Kvennfélagsins Hvatar. Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar á Dalvík verður svo kl. 20:00 á hafnvarsvæði Dalvíkurhaf...
Lesa fréttina Flugeldasýning, jólaball og jólatónleikar

Dalvík að finna í 60 milljón farsíma

Nafn Dalvíkur er nú að finna í fleiri en sextíu milljónum farsíma um allan heim. Markaðssetningin hefur þó verið sveitarfélaginu algjörlega kostnaðarlaus, enda hafði bæjarráð ekkert að gera með ákvörðunina. Dalvík er nefnil...
Lesa fréttina Dalvík að finna í 60 milljón farsíma

Opnunartími gámsvæðis á aðfangadag

Endurvinnslustöðin á gámasvæðinu er opin í dag, aðfangadag milli kl. 10:00 og 12:00.
Lesa fréttina Opnunartími gámsvæðis á aðfangadag

Íbúar Dalvíkurbyggðar 1958 hinn 1. des. 2010

Hagstofan hefur nú birt mannfjöldatölur miðað við 1. des. 2010. Samkvæmt þeim eru íbúar í Dalvíkurbyggð 1958 sem er 0,4% fjölgun frá 1. des. 2009 þegar íbúar töldust 1951. Landsmönnum fjölgaði á þessu tímabili um 0,2%...
Lesa fréttina Íbúar Dalvíkurbyggðar 1958 hinn 1. des. 2010

Aðgengi að sorpi vegna sorphirðu

Íbúar vinsamlegast sjái til þess að aðgengi að sorpílátum verði með þeim hætti að hægt sé að komast að þeim fyrir snjó. Það er á ábyrgð húseigenda/íbúa að tryggja aðgengi verktaka að sorpílátum þeirra.
Lesa fréttina Aðgengi að sorpi vegna sorphirðu