Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra fer með málefni hunda og hundahalds skv. lögum nr. 7/1998 og sér umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar um framkvæmd samþykktar þessarar í umboði Heilbrigðisnefndarinnar. Umsókn um leyfi til hundahalds skal senda umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar innan mánaðar frá því að hundur er tekinn inn á heimili. Skylt er að ormahreinsa hunda á hverju ári og skal Dalvíkurbyggð hafa frumkvæði að því og bjóða upp á slíka þjónustu í sveitarfélaginu ár hvert. Hundahreinsun er auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins á hverju hausti.
Til að skrá hund þarf að fara gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar og senda inn umsókn.