Verkstjóri Vinnuskóla
Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða starfsmann í 100% stöðu verkstjóra Vinnuskóla sumarið 2024. Starfsmaður starfar undir stjórn deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Starfstími er frá 20. maí til 15. ágúst 2024, en nákvæmur starfstími er þó umsemjanlegur.
Um er að ræða 100% starfshlutfall, en möguleiki er á minna hlutfalli eða vinnu hluta úr sumri.
Helstu verkefni:
- Að stýra og skipuleggja starf Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.
- Skipulagning og forgangsröðun verkefna vinnuskóla í samvinnu við deildarstjóra.
- Umsjón með aðstöðu og verkfærum vinnuskóla.
- Ábyrgð á tímaskráningu ungmenna.
- Umsjón með samskiptum við foreldra og forráðamenn ungmenna.
- Að tryggja öryggi sitt, flokksstjóra og ungmenna við störf.
- Vera leiðtogi flokksstjóra og stýra vinnu þeirra.
- Vera leiðtogi og leiðbeinandi ungmenna.
- Vinna að fallegri og skemmtilegri Dalvíkurbyggð.
Hæfniskröfur:
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð samskipta- og skipulagshæfni.
- Áhugi og þekking á garðyrkju og umhirðu útisvæða er kostur.
- Reynsla af starfi með ungmennum æskileg, uppeldismenntun er kostur.
- Aldurstakmark er 20 ára.
- Stundvísi skilyrði.
- Áhugi og þekking á umhverfismálum er kostur.
- Bílpróf.
- Hreint sakavottorð.
Við ráðningu er jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2024.
Umsóknum um starfið skal fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið og sýn á góðan Vinnuskóla. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Allar nánari upplýsingar veitir Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar í síma 853-0220 eða á netfangið: helgairis@dalvikurbyggd.is.