Veitur Dalvíkurbyggðar vilja koma á framfæri þakklæti til íbúa/notenda á Árskógssandi og Hauganesi fyrir framúrskarandi viðbrögð við að fara vel með kalda vatnið.
Takmörkuð notkun bar árangur og þó það hafi staðið tæpt um tíma þá hafðist þetta allt saman. Reynt var að fara í aðgerðir til að auka við kalda vatnið en þær gengu ekki sem skyldi, en búið er að staðsetja hæðamælingarrör í ákveðnum lindum svo hægt sé að fylgjast með vatnshæð, áfram verður einnig unnið að því að auka vatnsbirgðir og vonumst við til þess að þær áætlanir gangi eftir.
með sumarkveðju,
Veitur Dalvíkurbyggðar.