Starfsfólk á Eigna- og framkvæmdadeild óskast í sumar.

Starfsfólk á Eigna- og framkvæmdadeild óskast í sumar.
Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða starfsmenn í tvær 100% stöður
starfsmanna EF-deildar í sumar, en um er að ræða aðallega útistörf við fjölbreytt verkefni.
Starfsmenn starfa undir stjórn deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Starfstími er frá maí til ágúst 2024. Um er að ræða 100% starfshlutfall, en möguleiki á minna
hlutfalli, lengri eða styttri starfstíma.
 
Helstu verkefni:
  • Umhirða og fegrun útisvæða.
  • Viðhald á eignum sveitarfélagsins, fasteignum sem og opnum svæðum.
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni.
 
Hæfniskröfur:
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni.
  • Áhugi og þekking á garðyrkju og umhirðu útisvæða er kostur.
  • Áhugi og þekking á verklegum framkvæmdum og viðhaldi fasteigna er kostur.
  • Stundvísi er skilyrði.
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
 
Góður kostur er að hafa bílpróf og dráttarvélapróf (minna vinnuvélanámskeið).
Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við
áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl.
sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2025.
Með umsóknum um starfið skal fylgja ferilsskrá, rökstuðningur fyrir hæfni í starfi og stutt persónuleg
kynning. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á
Þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Allar nánari upplýsingar veitir Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar
Dalvíkurbyggðar í síma 853-0220 eða í tölvupósti á netfangið: