Starf á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Starf á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Bókasafn Dalvíkurbyggðar leitar nú af einstakling sem hefur áhuga á því að starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi. Um er að ræða framtíðarstarf í allt að 82% stöðu með möguleika á helgarvinnu.

Bókasafn Dalvíkurbyggðar er staðsett í Menningarhúsinu Bergi, í hjarta Dalvíkur. Í Bergi er starfrækt kaffihús, bókasafn og fjölnota salur sem nýttur er við fjölbreytt tilefni. Starfsmaður á bókasafni vinnur í nánu samstarfi við önnur söfn Dalvíkurbyggðar og Menningarhúsið Berg sem öll starfa undir sama forstöðumanni.

Hæfniskröfur

  • Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og er gerð krafa um stúdentspróf eða aðra sambærilega þekkingu sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta, þekking á samfélagsmiðlum og færni til að tileinka sér ný forrit.
  • Æskilegt er að viðkomandi geti tjáð sig í máli og riti á íslensku og ensku.
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki og skipulögð vinnubrögð
  • Þjónustu lipurð og góð samskiptahæfni.

Helstu verkefni

  • Dagleg og almenn störf á Bókasafni Dalvíkurbyggðar
  • Taka á móti lánþegum, leiðbeina þeim og aðstoða eftir fremsta megni.
  • Móttaka leik- og grunnskólahópa
  • Skráning safnkosts í Ölmu, umsjón með lánþegaþjónustu og millisafnalán svo dæmi séu tekin.
  • Pöntun á safnkosti til útláns
  • Skipulagning viðburða sem varða bókasafn í samstarfi við Menningarhúsið Berg.
  • Kynningarmál, aðallega í gegnum samfélagsmiðla safnsins.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við söfn Dalvíkurbyggðar, Berg og aðrar menningarstofnanir.

 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Laun og launakjör eru í samræmi við kjarasamning Sambands íslenskra sveitafélaga og KJALAR.
Umsóknarfrestur er til 11. september nk.

Sótt er um starfið í gegnum Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda. Tilgreina þarf a.m.k. tvo umsagnaraðila. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónamiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt að hafna öllum umsóknum.

Allar frekari upplýsingar veitir Björk Hólm, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs í síma 460-4931 eða á netfangið bjork@dalvikurbyggd.is

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utan verðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn- og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.