Við leitum nú að einstaklingum sem hafa áhuga á því að starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi í sumar. Um er ræða störf frá 50-90% starfshlutfalli auk helgarvinnu en starfsstöðvar eru Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Byggðasafn Dalvíkurbyggðar og Upplýsingamiðstöð. Starfsmenn öðlast þannig innsýn í heim ferðaþjónustunnar og grunnþætti safnastarfs í sveitafélaginu.
Helstu verkefni eru:
- Móttaka viðskiptavina á bókasafni, ýmis dagleg verkefni og almenn upplýsingagjöf til almennings.
- Skráning og pökkun safnkosts á byggðasafninu ásamt tilfallandi verkefnum.
- Upplýsingagjöf til ferðamanna um afþreyingu, þjónustu og gönguleiðir í sveitafélaginu.
- Þátttaka, utanumhald og aðkoma að skipulagningu ýmissa viðburða á vegum safnanna og Menningarhússins Berg.
Hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og frumkvæði í starfi.
- Góð tölvukunnátta, þekking á samfélagsmiðlum og færni til að tileinka sér ný forrit.
- Sveigjanleiki og vilji til að prófa nýja hluti.
- Góð tungumálaþekking í máli og riti. Sérstaklega er horft til ensku og íslensku, norðurlandamál er kostur.
- Geta unnið 1-2 helgar í mánuði.
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
- Reynsla af safnastarfi og upplýsingagjöf er kostur.
- Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun er kostur.
Ofangreindar hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð. Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingum með góða samskiptafærni.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í lok maí og geti unnið fram til ágústloka en nákvæmur starfstími er þó umsemjanlegur.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og velja þar: „Söfn Dalvíkurbyggðar og Upplýsingamiðstöð“. Ásamt umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og stutt persónuleg kynning á umsækjanda.
Greitt er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Allar frekari upplýsingar veitir Björk Hólm, forstöðumaður safna í síma 460-4931 eða á netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.