Sérkennslustjóri
Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir sérkennslustjóra í 90% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leikskólinn Krílakot er 5 deilda leikskóli á Dalvík. Leikskólinn Krílakot er heilsueflandi leikskóli sem vinnur eftir aðferðum Uppeldi til ábyrgðar. Önnur verkefni eru Lubbi finnur málbein, Orðaleikur, Grænfáni, útikennsla og stærðfræði.
Gildi Krílakots eru Gleði – Sköpun – Þor og má kynna sér starf Krílakots hér.
Helstu verkefni:
- Hefur yfirumsjón með að áherslum annarra sérfræðinga sé fylgt eftir ásamt skýrslu gerð.
- Samstarfi við foreldra nemenda sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og samtöl með þeim.
- Veitir foreldrum nemenda sem njóta stuðnings, fræðslu og ráðgjöf.
- Er tengiliður leikskólans í farsæld barna.
- Veitir ráðgjöf til starfsmanna.
- Gerir frumprófun vegna frávika í þroska nemenda og sendir beiðni á sérfræðinga.
- Ber ábyrgð á að gera einstaklingsnámskrár
- Verkstýrir og leiðbeinir starfsmönnum sem koma að sérkennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfið hentar öllum kynjum. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi á milli Sambands ísl. sveitarfélaga og þess stéttafélags og viðkomandi stéttarfélags.
Ef umsækjendur uppfylla ekki menntunar- og hæfniskröfur áskilur leikskólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Umsóknafrestur er til 6. apríl 2025
Sótt er um starfið í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Með umsókn skal fylgja afrit af leyfisbréfi, ferilskrá og kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið, stutt persónuleg kynning ásamt nöfnum umsagnaraðila.
Frekari upplýsingar veitir: Ágústa Kristín Bjarnadóttir leikskólastjóri Krílakots í síma 460-4950 eða á netfangið agusta@dalvikurbyggd.is
Dalvíkurbyggð er tæplega 2000 manna sveitafélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.