Dalvíkurbyggð auglýsir opið fyrir umsóknir um styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði sveitarfélagsins vegna ársins 2023.
Markmið með sjóðnum er að stuðla að aukinni fjárfestingu, nýsköpun og þróun í atvinnulífi í sveitarfélaginu með því að styðja við þá aðila sem hyggja á nýsköpun í atvinnulífinu í formi nýrrar vöru og/eða þjónustu. Þá er að því stefnt að fjölga störfum í sveitarfélaginu og auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Til þess að stuðla að því að framangreind markmið náist hyggst sjóðurinn styrkja verkefni á sviði nýsköpunar í atvinnulífinu í samræmi við reglur.
Reglur sjóðsins er að finna hér.
Umsóknarfrestur er til og með 11. júní nk. og sótt er um styrk í gegnum íbúagáttina okkar, min.dalvikurbyggd.is.
Nánari upplýsingar um sjóðinn veitir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar, Silja Dröfn Jónsdóttir, í síma 460-4900 eða í tölvupósti á netfangið silja@dalvikurbyggd.is.