Hafnarstjóri óskast -ATH- Lengdur umsóknarfrestur

Hafnarstjóri óskast -ATH- Lengdur umsóknarfrestur

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða framsýnan, metnaðarfullan og drífandi aðila í starf hafnarstjóra. Hafnarstjóri ber ábyrgð á höfnunum á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi.
Næsti yfirmaður er sveitarstjóri. Starfshlutfall er 100% og kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið og helstu verkefni

  • Yfirumsjón með starfsemi hafnanna, svo sem ábyrgð á daglegum rekstri, gjaldlagningu, skipulagningu, leiðsögn og nýtingu mannauðs.
  • Stefnumótun og markmiðasetning í hafnamálum Dalvíkurbyggðar.
  • Daglegt eftirlit með skipum, móttaka þeirra skráning og afgreiðsla.
  • Gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir Hafnasjóð og eftirlit með framvindu þeirra.
  • Áætlanagerð um viðhald og framkvæmdir á vegum hafnanna, gæðamál, öryggismál ofl.
  • Hefur frumkvæði að því að innleiða nýja tækni, gerð ferla og endurskoðun verklags á starfsemi hafnanna.
  • Samskipti við Fiskistofu og ábyrgð á skráningarkerfi og aflaskýrslum.
  • Undirbýr og situr veitu- og hafnarráðsfundi, ásamt veitustjóra.
  • Ýmis önnur verkefni sem tengjast hafnarsvæðunum, mannvirkjum þess og þjónustu við skip og notendur.

Menntunar – og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi ásamt víðtækri stjórnunarreynslu.
  • Góð þekking í að greina, skapa eða þróa lausnir með sérstaka áherslu á stafrænar lausnir er skilyrði.
  • Góð þekking og haldbær reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni er skilyrði.
  • Hæfni til að greina gögn og upplýsingar.
  • Hæfni til að þróast í starfi.
  • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Skipulagshæfileikar, nákvæm vinnubrögð og árverkni.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Metnaður til árangurs og jákvæðni.
  • Hafnsöguréttindi eru kostur.
  • Gilt ökuskírteini.
  • Hreint sakavottorð og búsforræðisvottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 05.08.2024
Sótt er um á www.mognum.is

Með umsókn þarf að fylgja með ítarleg ferilsskrá auk staðfestra afrita af prófskírteinum, sem kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um óháð kyni og uppruna.

Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir, sigga@mognum.is

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utan verðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu – og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn – og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.