FÉLAGSRÁÐGJAFI
Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í nýtt starf Félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi mun starfa 70% hjá grunnskólum í Dalvíkurbyggð og sameiginlega 30% á fræðslu– og menningarsviði og félagsmálasviði.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fræðslu – og menningarsviðs.
Starfshlutfall er 100% og kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðtöl og ráðgjöf til nemenda, starfsfólk og foreldra.
- Utanumhald verkefnis um Farsæld barna, fundarseta tengt verkefninu og þróun og kynningarmál þvert á stofnanir og samstarfsaðila.
- Meðferð mála og tengiliður og málstjóri í farsæld barna.
- Stuðlar að því að notendur njóti bestu þjónustu sem möguleg er á hverjum tíma.
- Hópavinna, fræðsla og forvarnir er varða málaflokkinn.
- Mikil samskipti og samvinna við hagsmunaaðila og samstarfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í félagsráðgjöf og starfsréttindi félagsráðgjafa á Íslandi.
- Þekking og reynsla af stöfum í félagsþjónustu sveitarfélaga og/eða barnavernd er æskileg.
- Reynsla af vinnu með börnum er kostur.
- Áhugi á og reynsla af teymisvinnu.
- Góð alhliða tölvu kunnátta.
- Gott vald á íslensku í ræði og riti.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
- Fagleg og vönduð vinnubrögð.
- Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð samkv. lögum og reglum.