Í dag var skrifað undir styrktarsamning milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur. Styrkurinn er til uppbyggingar á aðstöðuhúsi við Brekkusel.
Aðstöðuhúsið kemur til með að þjóna ýmsum hlutverkum, en í húsinu verður aðstaða fyrir 2 troðara, bíl, snjósleða og sexhjól, starfsmannaaðstöðu og skíðaleigu.
Með tilkomu hússins sem verður niðurgrafið sunnan við Brekkusel verður til 350 fm pallur við Brekkusel sem kemur til með að nýtast skíðafélaginu mjög vel þegar mikið fjölmenni er í fjallinu t.d. í kringum stór skíðamót og páska.
Dalvíkurbyggð leggur verkefninu lið með 150.000.000 kr á þremur árum.
Vonast er til þess að framkvæmdir við nýja húsið geti hafist í sumar/haust og það verði fullbúið og komið í notkun árið 2026.
Við óskum Skíðafélagi Dalvíkur til hamingju með styrkinn og hlökkum til þess að sjá glæsilegt aðstöðuhús rísa á næstu árum.