Kæru Dalvíkingar
Eins og margir hafa tekið eftir er verið að taka lóðina okkar á Krílakoti í gegn og getum við ekki notað hana til útiveru. Við höfum aðgang að smá svæði á milli Krílakots og Dalbæjar og er þar einn sandkassi. Okkur langar til að athuga hvort einhverjir eigi eitthvað af leiktækjum/ leikföngum (rennibraut, kofa og fleira þess háttar) til að lána okkur í um tvo mánuði eða þar til að við getum byrjað að nota leiksvæðið okkar. Ef þið vitið um eitthvað endilega hafið samband við Ágústu Kristínu leikskólastjóra í síma 460-4950
Með von um góðar undirtektir.
Starfsfólk og nemendur Krílakots