Á 1067. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar var til umræðu ályktun um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Kemur fram í bókun fundarins að Dalvíkurbyggð lýsi yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerfjafirði. Með því að hefja uppbyggingu þar sé vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbriðgiðsþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífs og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum.
Dalvíkurbyggð skorar á borgarstjórn og innviðaráðherra að virða samkomulag frá 2019, sem gert var til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur yrði tilbúinn til notkunar.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkti bókun fundarins með 3 atkvæðum.