Björgvin varð fimmti í Austurríki

Skíðamaðurinn Björgvin Björgvinsson frá Dalvík hafnaði í 5. sæti í svigi á FIS-móti í Mutters í Austurríki í gær. Hann kom í mark 2,67 sekúndum á eftir Felix Neureuther frá Þýskalandi sem kom fyrstur í mark af 31 keppanda sem lánaðist að ljúka klakklaust báðum ferðum svigsins.

Neureuther er sterkur skíðamaður og hefur m.a. fimm sinnum verið í hópi tíu efstu manna á heimsbikarmótum á þessu ári.

Frétt fengin af www.dagur.net