Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 19. nóvember 2013 að auglýsa eftirtaldar tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig var samþykkt að framlengja athugasemdafrest tveggja deiliskipulagstillagna.
Aðalskipulagsbreytingar:
• Klængshóll, svæði fyrir verslun og þjónustu. Breytingin nær til lands sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
• Gullbringa, frístundabyggð í landi Tjarnar. Breytingin felur í sér nýtt svæði fyrir frístundahús við Gullbringu norðan Laugahlíðar á landi sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Deiliskipulagstillögur:
• Klængshóll í Skíðadal, deiliskipulag.
• Gullbringa, deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Tjarnar í Svarfaðardal.
Tillöguuppdrættir með greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, Dalvík, frá og með 6. desember 2013 til og með 20. janúar 2014 svo að þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Þá eru skipulagstillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is . Athugasemdafrestur vegna tillagna að deiliskipulagi beggja svæðanna er framlengdur til sama tíma.
Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 17. janúar 2014. Skila skal athugasemdum skriflega á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík eða í tölvupósti á netfangið: borkur@dalvikurbyggd.is . Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir.
Börkur Þór Ottósson
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Breyting á aðalskipulagi, Klængshóll (pdf)
Klængshóll í Skíðadal, Dalvíkurbyggð - deiliskipulagstillaga (pdf)
Breyting á aðalskipulagi. Gullbringa, frístundabyggð í landi Tjarnar (pfd)
Deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Tjarnar í Svarfaðardal (pdf)