Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð
Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Gullbringa, frístundabyggð í landi Tjarnar.
Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á landnotkun í landi Tjarnar í Svarfaðardal. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýju 2,1 hektara svæði fyrir frístundabyggð, Gullbringu, norðan Laugahlíðar, með þremur lóðum og sex frístundahúsum.
Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Tjarnar (Gullbringa)
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Tjarnar sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við ofangreinda tillögu að breyttu aðalskipulagi.
Deiliskipulagið tekur til hluta úr landi Tjarnar í Svarfaðardal efst í ræktuðu landi vestan og ofan þjóðvegar. Á landinu er fyrir hjáleigan Gullbringa, sem nú er frístundahús og sambyggð henni er Arngrímsstofa, friðað hús á þjóðminjaskrá.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu og hjá Skipulagsstofnun, frá föstudeginum 28. júní til föstudagsins 9. ágúst 2013 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig á vefsíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is .
Athugasemdafrestur vegna ofangreindra tillagna er til föstudagsins 9. ágúst 2013. Athugasemdum skal skilað skriflega til byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík, eða með tölvupósti borkur@dalvikurbyggd.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram fyrir kl. 17.00 9. ágúst 2013. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur.
Breyting á aðalskipulagi. Gullbringa, frístundabyggð í landi Tjarnar
Deiliskipulag
Dalvíkurbyggð, 26. júní 2013
Börkur Þór Ottósson
byggingafulltrúi Dalvíkurbyggðar