Eftirfarandi yfirlit sýnir niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2010.
Undir Aðalsjóði er birt niðurstaða hvers málaflokks fyrir sig og undir flestum málaflokkum eru dregnar fram upplýsingar um rekstur helstu stofnana og deilda.
Um er að ræða nettóniðurstöður þannig að inni í niðurstöðutölum eru allar sértekjur málaflokka, stofnana og deilda. Í dálkinum „Leiga til Eignasjóðs“ er dregin fram sú leiga sem viðkomandi stofnanir/deildir greiða til Eignasjóðs (málaflokkur 31) fyrir afnot húsnæðis og/eða leigu á búnaði.
Niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar endurspegla að starfsmenn og stjórnendur Dalvíkurbyggðar standa sig vel.
Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2010 verður tekinn til síðari umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 31. maí n.k. og eftir þá umfjöllun bæjarstjórnar verður ársreikningurinn aðgengilegur í heild sinni á www.dalvikurbyggd.is .