Dalvíkurbyggð óskar hér með eftir tilboðum í fullnaðarfrágang á viðbyggingu og breytingum á núverandi húsi Árskógarskóla í Dalvíkurbyggð.
Útboðsgögn eru afhent þriðjudaginn 20. mars, bjóðendum er boðið til kynningarfundar í húsnæði Árskógarskóla, föstudaginn 23. mars 2012, kl. 14:00 og verða þar fulltrúar verkkaupa og hönnuður. Í framhaldi af fundinum gefst bjóðendum kostur á að skoða aðstæður á væntanlegum verkstað. Verkbyrjun er eftir undirritun verksamnings og verklok eru 3. ágúst 2012.
Nálgast má útboðsgögn þriðjudaginn 20. mars 2012 með því að senda fyrirspurn á steini@dalvikurbyggd.is og óska eftir gögnum á rafrænu formi. Gefa þarf upp netfang, símanúmer og kennitölu bjóðanda.
Tilboðum skal skila í ráðhúsið á Dalvík á 2. hæð fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 3. apríl 2012 og verða þau opnuð á sama stað, sama dag, kl: 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar