Mynd: Friðrik Vilhelmsson
Í gær var haldið fyrirtækja þing Dalvíkurbyggðar í Menningarhúsinu Bergi í Dalvíkurbyggð. Á þinginu sem haldið var af tilefni 40 ára afmælis Sæplast á Dalvík. Arnar Már Snorrason flutti erindið; Markaðsleiðandi frumkvöðlar í 40 ár fyrir hönd Sæplasts, Hilmir Svavarsson sem flutti erindi um iTUB og deilihagkerfi með endurnýtanlegar umbúðir, Daði Valdimarsson sem flutti erindið; Alþjóðafyrirtæki í heimabyggð fyrir hönd Rotovia sem er móðurfélag Sæplasts, Freyr Antonsson forseti sveitarstjórnar flutti svo ræðu um áhrif fyrirtæki eins og Sæplast á samfélagið í Dalvíkurbyggð. Fundarstjóri var Eyrún Ingibjörg Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Við viljum þakka þeim sem mættu og þeim sem fluttu erindi fyrir mjög áhugaverðar kynningar, það er ljóst að framtíðin er björt hjá Sæplast, Itub og Rotovia. Einnig viljum við nota tækifærið til þess að óska Sæplast til hamingju með 40 árin.