Afslættir af þjónustu

Dalvíkurbyggð veitir ýmsa afslætti af þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir og eru þetta þeir helstu:

Yfirlit yfir tekju-, aldurs, - fjölskyldutengda, og aðra afslætti hjá Dalvíkurbyggð


Tekjutengdir afslættir:
- Fasteignaskattur tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
- Heimilisþjónusta lífeyrisþega; þrjár gjaldskrár.
- Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur.
- Fjárhagsaðstoð; tekjutengd.


Fjölskyldutengdir afslættir:
- Systkinaafsláttur í leikskólum og Frístund. Fullt fyrir fyrsta barn, 70% fyrir næsta og 0 fyrir þriðja eða fl. Elsta barnið er þá frítt.
- Frístund greidd niður. Foreldrar greiða kr. 300 pr. klst.
- 30% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir einstæða foreldra og námsmenn
- Árs fjölskyldukort í íþróttamiðstöð, ef fleiri en einn eru úr sömu fjölskyldu (sama lögheimili) og kaupa kort greiðist dýrasta kort að fullu, aðrir fá 50% afslátt.
- Niðurgreiðsla dagmóðurgjalda. Helmingur matarkostnaðar er niðurgreiddur sem og munurinn á milli leikskólagjalda og dagmóðurgjalda, en farið er eftir viðmiðunartaxta félagsþjónustu um dagmóðurgjald.
- Tónlistarskóli, 30% afsláttur fyrir annað barn og 60% afsláttur fyrir þriðja barn. frá 1.1.2012 -
- Systkinaafsláttur af skólamat 20% sbr. tilboð frá Veisluþjónustunni.


Aldurstengdir afslættir:
- Börn og lífeyrisþegar þurfa ekki að greiða í sund og í bókasafn.
- Aldraðir og öryrkjar fá afslátt af garðslætti (Vinnuskóli sé um hann).
- Aldraðir fá 20% afslátt vegna smábátagjalda í höfninni.
- Almenn niðurgreiðsla sveitarfélags á skólamat í leik- og grunnskóla.
- Styrkir til íþróttafélaga eru hugsaðir sem n.k. niðurgreiðsla á þátttökugjöldum barna og ungmenna.
- Niðurgreiðsla á rútu fyrir framhaldsskólanemendur.
- Heimsendur matur aldraðra á kostnaðarverði, en ekið heim þeim að kostnaðarlausu.

Fatlaðir:
- Liðveisla og frekari liðveisla við fatlaða.
- Ferðaþjónusta fatlaðra; samið við einstaklinga skv. reglum félagsmálaráðs.
- Sumarfjör og lengd viðvera. Foreldrar greiða mat og kr. 300 pr. klst
- Sveitadvöl á sumrin fyrir fötluð börn eða adhd. Sveitarfélag greiðir niður eða alveg.


Annað:
- Félög geta fengið styrk á móti fasteignaskatti skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
- Iðkendur innan íþróttafélaga í Dalvikurbyggð fá 40% afslátt í íþróttamiðstöð skv. beiðni frá félagi og æft sé undir leiðsögn þjálfara.
- Elli- og örkulífeyrisþegar fá 40% afslátt í líkamsrækt í íþróttamiðstöð.
- Sorphirða er greidd niður um c.a. 10% árið 2012.
- Kirkjur fá gjald vegna hitaveitu fellt niður og styrk á móti rafmagni þar sem hitaveita er ekki.
- Jöfnun húshitunarkostnaðar; niðurgreiðsla er á húshitun þar sem ekki er hitaveita.
- Stórnotendur á heitu vatni fá 30% afslátt sbr. gjaldskrá.