Kæru íbúar Dalvíkurbyggðar!
Það er með trega sem við tilkynnum að í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður ekkert af árlega Aðventuröltinu í Dalvíkurbyggð, sem átti að halda þann 5. desember þetta árið. Okkur finnst ekki rétt að auglýsa viðburð sem væri til þess fallinn að hvetja fólk til að safnast saman. Við viljum hins vegar hvetja alla til að versla sem mest í heimabyggð fyrir jólin í heimabyggð, styðja þannig atvinnurekendur í byggðalaginu og á sama tíma takmarka óþarfa ferðalög út fyrir byggðalagið.
Til að koma til móts við alla sem höfðu hugsað sér að taka þátt í aðventuröltinu með einum eða öðrum hætti höfum við ákveðið að birta lista yfir þá aðila í Dalvíkurbyggð sem bjóða upp á vörur eða þjónustu sem henta vel í jólapakkann.
Hægt er að senda ábendingar á irish@dalvikurbyggd.is um sérstök tilboð ásamt upplýsingum um hvernig má setja sig í samband við sölu- og þjónustuaðila.
Við værum afar þakklátar ef þið gætuð aðstoðað okkur að koma þessum upplýsingum til réttra aðila. Við horfum bjartsýnar til framtíðar og erum þess fullvissar að Aðventuröltið að ári verði þeim mun glæsilegra.
F.h. skipulagshóps,
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, framkvæmdarstjói Bergs
Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar