Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar tók á fundi sínum 5. apríl 2017 jákvætt í erindi Laxóss ehf. um lóðir fyrir seiðaeldisstöð á Árskógssandi. Um er að ræða breytt áform frá fyrri kynningu í janúar síðast liðinn
Breyta þarf Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að gert verði ráð fyrir nýrri landfyllingu austan hafnarinnar. Einnig yrði í aðalskipulagi gert ráð fyrir vatnsveitu stöðvarinnar sem að hluta yrði innan hverfisverndarsvæðis. Vinna þarf deiliskipulag nýrra athafnalóða á landfyllingunni og gera þarf minniháttar breytingu á deiliskipulagi „athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis Árskógssandi“ frá 2016 þar sem skipta þarf lóð nr. 31 við Öldugötu og hækka nýtingarhlutfall hennar lítillega.
Lýsing fyrirhugaðra aðal- og deiliskipulagsbreytinga er til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalvikurbyggd.is. Almenningur getur komið sjónarmiðum og ábendingum vegna þessara breytinga á aðal-og deiliskipulagi áður en gengið verður frá skipulagstillögum og þær auglýstar. Frestur til að skila inn ábendingu er til 26. júlí 2017 til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, Ráðhúsinu, 620 Dalvík, eða á netfangin borkur@dalvikurbyggd.is.
Einnig verður hægt að kynna sér breytingarnar á opnu húsi sem haldið verður í Ráðhúsinu, 3. hæð Upsa, föstudaginn 7. júlí kl. 11:00.
Lýsing fyrirhugaðra breytinga