Frá vinstri: Rúnar Júlíus Gunnarsson - Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2021, Steinar Logi Þórðarson og Símon Gestsson
Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fór fram í beinni útsendingu á facebooksíðu Dalvíkurbyggðar kl. 17.00 í dag. Það var Rúnar Júlíus Gunnarsson sem varð fyrir valinu í ár. Rúnar hefur lengi verið viðloðandi keppni og alltaf stendur hann sig vel. Árangurinn í ár var mjög góður og var Rúnar 8 sinnum í úrslitum, þar af 4 sinnum í 2. sæti. Rúnar endaði svo keppnistímabilið á að sigra Fimmganginn á Haustmóti Léttis í 2. flokki, en það er sá flokkur sem Rúnar keppti í, í íþróttakeppni. Hann er rosalega vandvirkur að eðlisfari og reynir að gera allt eins vel og hann mögulega getur og er sér og félaginu til mikils sóma. Innilega til hamingju Rúnar Júlíus Gunnarsson!
Aðrir tilnefndir voru eftirtaldir aðilar:
Símon Gestson - Sund
Steinar Logi Þórðarson - Knattspyrna
Einnig voru á dögunum veittir styrkir úr afreks- og styrktarsjóði til iðkenda og íþróttafélaga og voru þeir í eftirfarandi röð:
a) Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í blaki
b) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
c) Sveinn Margeir Hauksson vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
d) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi
e) Torfi Jóhann Sveinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum
f) Draupnir Jarl Kristjánsson vegna ástundunar og árangurs í blaki
g) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vegna helgarnámskeiðs í knattspyrnu
h) Skíðafélag Dalvíkur vegna uppbyggingar skíðagönguíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð
g) Knattspyrnudeild UMFS vegna afreksæfinga og tækniskóla
h) Sundfélagið Rán vegna sundnámskeiðs fyrir fullorðna
i) Golfklúbburinn Hamar vegna frírra æfinga fyrir byrjendur og búnaðarkaup vegna þeirra
- Hamingjuóskir til allra -