16. nóvember 2007
Júlíus Júlíusson, gjarnan kenndur við Fiskidaginn Mikla, gaf nýverið út jólabók fyrir börn sem heitir Blíð og Bangsi litli og er það Bókaútáfan Tindur gefur hana út. Blíð og Bangsi litli er falleg jólasaga sem fjallar um Blíð sem er engill og Bangsa litla þau búa í Jólaenglalandinu og þar eru jólin að koma. Þau hjálpast að við að gera jólin skemmtileg og eftirminnileg fyrir alla. Þau vilja upplifa sannan anda jólanna. Bókin er ríkulega myndskreytt eftir Sunnu Björk Hreiðarsdóttur. Júlli mun lesa uppúr bókinni á bókmenntakvöldi Bókasafnsins sem haldið verður á Hótel Sóley þriðjudagskvöldið 4. desember n.k.