Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða til sín sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Um er að ræða afleysingu í allt að 14 mánuði. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið:
Stjórnun og daglegur rekstur fjármála- og stjórnsýslusviðs
Skrifstofustjórn bæjarskrifstofu
Umsjón og skipulagning vinnu við fjárhagsáætlanir
Undirbúningur og eftirfylgni mála er falla undir fjármála- og stjórnsýslusvið
Þátttaka í yfirstjórn sveitarfélagsins
Staðgengill bæjarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun í viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri mikilvæg
Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, æskileg
Góð þekking á upplýsingatækni og gott vald á íslensku
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum
Laun og starfskjör eru samkvæmt starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Dalvíkurbyggð er framsækið sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð. Þar er blómlegt og fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfi er sérlega fjölskylduvænt og góðar aðstæður til útivistar jafnt sumar sem vetur. Frekari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.dalvik.is
Umsjón með ráðningu
Jónína Guðmundsdóttir - jonina.gudmundsdottir@capacent.is
Halla Björk Garðarsdóttir - Halla.gardarsdottir@capacent.is
Umsóknafrestur til og með:
25. nóvember 2007