Fréttir og tilkynningar

Umsækjandi um stöðu leikskólastjóra í Krílakoti

Þann 24. október síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um auglýsta stöðu leikskólastjóra í leikskólanum Krílakoti. Alls barst ein umsókn. Umsækjandinn sem sótti um heitir Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skóla- og fjármálafulltrúi.
Lesa fréttina Umsækjandi um stöðu leikskólastjóra í Krílakoti

Skrifstofur Dalvíkurbyggðar lokaðar frá kl. 12:00

Vegna tiltektar og frágangs verða skrifstofur Dalvíkurbyggðar lokaðar frá kl. 12:00 föstudaginn 11. nóvember næstkomandi. Við bendum á að ýmsar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins er að finna hérna á heimasíðunni.
Lesa fréttina Skrifstofur Dalvíkurbyggðar lokaðar frá kl. 12:00

13 íbúafundir á síðustu tveimur árum

Reglulega eru haldnir íbúafundir í sveitafélaginu til þess að kynna ákveðin mál eða verkefni fyrir íbúum, til að gefa íbúum færi á að koma á framfæri sinni skoðun og fleira. Venjulega koma upplýsingar um íbúafundi inn á heimasíðu, á íbúagátt og facebook síðu sveitarfélagsins auk þess sem algengt er …
Lesa fréttina 13 íbúafundir á síðustu tveimur árum

Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember. Vakin er athygli á því …
Lesa fréttina Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

Markaður Félags eldri borgara í Mímisbrunni

Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð heldur árlegan markað sinn í Mímisbrunni, að Mímisvegi 6, sunnudaginn 6. nóvember kl. 13:00-17:00. Til sölu verður fjölbreytt úrval af handverki, brauði og kökum. Kaffinefnd félagsins selur einnig kaffi og vöfflur á staðnum.
Lesa fréttina Markaður Félags eldri borgara í Mímisbrunni

Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð

Helstu markmið sjóðsins eru að styðja og veita viðurkenningu fyrir góðan árangur og öflugt íþrótta-, félags- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu. Einnig að veita viðurkenningar til félaga fyrir gott fordæmi á sviði almenningsíþrótta. Styrkumsóknir skulu berast sjóðsstjórn í gegnum Mína Dalvíkurbyggð …
Lesa fréttina Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð

Vetraropnun á byggðasafninu Hvoli

Byggðasafnið Hvoll fer nú í sinn árlega vetrardvala en safnið er opið fyrir gesti á laugardögum kl. 14:00 – 17:00 fram til 1. júní. Hægt er þó að fá safnið opnað eftir samkomulagi við forstöðumann irisolof@dalvikurbyggd.is  . Yfir vetrartímann eru ýmis verkefni unnin á safninu og sem dæmi er núna v…
Lesa fréttina Vetraropnun á byggðasafninu Hvoli

Viðburðir fyrir aðventu- og jól

  Síðustu ár hefur verið hefð að gefa út viðburðadagatal fyrir jól og áramót sem dreift er í öll hús í Dalvíkurbyggð. Venjulega hefur viðburðadagatalinu verið dreift í hús fyrir fyrstu helgi í aðventu, sem í ár er síðasta helgin í nóvember. Þeir sem hafa áhuga á því að koma að viðburði í dagatalinu…
Lesa fréttina Viðburðir fyrir aðventu- og jól

Veðurspá nóvembermánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

  Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Farið var yfir sannleiksgildi veðurspá fyrir októbermánuð og voru félagar að vonum ánægðir með hversu vel hefði til tekist. Hvað varðar veðurhorfur á næstunni er til að taka að tungl kviknaði 30. okt. í SV kl. 17…
Lesa fréttina Veðurspá nóvembermánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Íþrótttamiðstöð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir starfsmanni

Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir kvenmanni í 100% starf við laugarvörslu, afgreiðslu, þrif og baðvörslu frá 2. janúar 2017. Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2016.   Helstu störf eru baðvarsla, samskipti við viðskiptavini, sundlaugagæsla, þrif og afgreiðsla. Gildi fræðslu- og…
Lesa fréttina Íþrótttamiðstöð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir starfsmanni

Heita vatnið tekið af Laugarhlíðarhverfi

Vegna viðgerða verður heita vatnið tekið af Laugahlíðarhverfi í Svarfaðardal frá kl. 13:00 og fram eftir degi í dag, þriðjudaginn 25. október. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa fréttina Heita vatnið tekið af Laugarhlíðarhverfi

Hunda- og kattahreinsun í Dalvíkurbyggð

  Árleg hunda- og kattahreinsun fer fram í Dalvíkurbyggð dagana 1. – 2. og 10. nóvember 2016, alla daga frá kl.16:00 – 18:00. Kattahreinsun fer fram 1. nóvember og hundahreinsun fer fram 2. og 10. nóvember. Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald er skylt að örmerkja dýrin. Sa…
Lesa fréttina Hunda- og kattahreinsun í Dalvíkurbyggð