Tilkynning varðandi jólaskreytingar á Hauganesi og Árskógssandi

Tilkynning varðandi jólaskreytingar á Hauganesi og Árskógssandi

Góðan daginn,

Við viljum byrja á því að biðjast afsökunar á því að ekki eru komnar upp jólastjörnur á ljósastaurana á Árskógssandi og Hauganesi og að ekki séu komin upp 
jólatré á báða staði. 
Verið var að bíða eftir verktakanum sem sér um að koma upp stjörnunum en reiknað er með að það klárist í þessari viku. 
Keypt voru ný jólatré á báða staði eftir mikill "ævintýri" með jólatré undanfarina ára og seinkaði þeim í flutningi en vonast er til þess að þau verði kominn upp öðru hvoru meginn við næstu helgi. 

Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessum seinagangi og vonum að bætt verði úr þessu sem allra fyrst. 
Jólakveðja, Eigna- & framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar.