Sundlaugin á Dalvík 30 ára.

Sundlaugin á Dalvík 30 ára.

Sundlaugin á Dalvík var tekinn formlega í notkun þann 2.október 1994. Fyrsta skóflustungan var tekin 20. Júní 1992. Sundlaugin kostaði 160 milljónir króna. Sundlaugin var mikill bylting frá að lítill plastlaug var sett niður við hliðina á Víkurröst árið 1970 sú var aðeins ætluð til bráðabirgða en nýtist þó vel og lengi. Árið 1980 – 1981 var að störfum byggingarnefnd sundlaugar en vegna ágreinings um staðsetningu varð ekkert af framkvæmdum þá. Í áratug lá umræða um nýja sundlaug niðri en eftir sveitarstjórnarkosningar 1990 þá var skipuð byggingarnefnd sem samdi við Fanneyju Hauksdóttur um hönnun nýrrar sundlaugar. Sundlaugin hefur tekið þó nokkrum breytingum síðan hún var opnuð en stærsta breytingin er án efa þegar íþróttahúsið var byggt við sundlaugina. Sundmenningin á Dalvík hefur alltaf verið sterk og enn er fólk að hafa orð á því hvað við eigum fallega sundlaug og ekki skemmir útsýnið úr pottunum þar sem sést til allra fjalla og inn öndvegi íslenskra dala Svarfaðardal.