Segðu frá þinni upplifun úr Dalvíkurbyggð

Segðu frá þinni upplifun úr Dalvíkurbyggð

Könnun um upplifun af Dalvíkurbyggð.

Þessi könnun er hluti af greiningarvinnu fyrir mótun framtíðarsýnar í nýju aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Leitað er til íbúa eftir upplifun eða reynslu þeirra. Tilgangurinn er að koma auga á hvað er það sem er vel gert, hvað má betur fara og eru einhver tækifæri til framtíðar sem má grípa?
Til stendur að þemagreina innihald frásagna og unnin verður samantekt úr innsendum svörum. Samantektin verður hluti vinnugagna við mótun framtíðarsýnar um uppbyggingu og skipulag sveitarfélagsins til lengri tíma.
Könnunin er nafnlaus og opin öllum. Ekki verður hægt að rekja svör og ekki stendur til að birta orðréttar tilvitnanir úr svörum. Tekið er við svörum til 11. nóvember 2024.

https://forms.office.com/e/fDZyVwp8SW