Dalvíkurbyggð og Ektaböð undirrituðu í vikunni samning um uppbyggingu fyrir afþreyingu og ferðamenn fyrir ofan Hauganes í Dalvíkurbyggð.

Skipulag svæðisins skal miðast við að þar verði atvinnustarfsemi þ.e. verslun og þjónusta, byggð verða smáhýsi, hótel og fjöruböðin verða endurbyggð.
Með samningnum þá geta Ektaböð nú hafist handa við skipuleggja svæðið til framtíðar. Dalvíkurbyggð mun annast uppbyggingu á gamla Hauganesveginum sem verður aðal aðkomuleið inn á svæðið. Fyrstu framkvæmdir vegna endurnýjunar á veginum eru komnar inn á framkvæmdaáætlun Dalvíkurbyggðar 2025 en stefnt er að því að þeim verði lokið í árslok 2026.
Þessi samningur er stórt skref í uppbyggingu á ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og verður virkilega spennandi að sjá svæðið þróast og iða af lífi í framtíðinni.