Kynning á farsældarsáttmálanum.

Kynning á farsældarsáttmálanum.

Miðvikudaginn 16. október kl. 17:00 kemur fulltrúi frá Heimili og skóla, Landsamtökum foreldra, í Dalvíkurskóla og kynnir Farsældarsáttmálann fyrir foreldrafélögum Árskógar- og Dalvíkurskóla. Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem gerir foreldrum og öðrum sem koma að degi barnsins kleift að ræða sín á milli og setja niður ákveðin viðmið eða gildi sem þeim finnast mikilvæg til þess að styðja við þroska og farsæld allra barna í nærsamfélaginu.

Farsældarsáttmálinn er frábært verkfæri til þess að ná góðri samstöðu og samtali milli foreldra.

Fundurinn er opinn og allir foreldrar velkomnir.