Efnisnám við Hálsá Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Efnisnám við Hálsá Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Efnisnám við Hálsá

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 18.júní 2024 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að afmarkað verður efnistökusvæði 663-E við Hálsá fyrir allt að 49.000 m3 efnistöku.
Tillöguna má sjá hér.

Þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu má nálgast í Ráðhúsi Dalvíkur frá 12.desember 2024 til 30.janúar 2025. Tillagan mun einnig verða aðgengileg á sama tíma á skipulagsgátt: skipulagsgatt.is

Athugasemdum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 30.janúar 2025.

Skipulagsfulltrúi