Dalvíkurskóli - skólaliði
Dalvíkurskóli auglýsir eftir skólaliða í 56,91% starfshlutfall. Starfið felur í sér daglegar ræstingar, vinnu í mötuneyti skólans og sinna nemendum í leik og starfi. Daglegur vinnutími er um 4,5 klst.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á að vinna með börnum
- Starfsreynsla í grunnskóla æskileg
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Góð færni í mannlegum samskipum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnáttu æskileg
Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 8. nóvember 2024.
Sótt er um í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda í starfið og ferilskrá.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans https://www.dalvikurbyggd.is/dalvikurskoli
Frekari upplýsingar veita Friðrik Arnarson, skólastjóri í síma 460 4983 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is.
Dalvíkurskóli er 234 barna grunnskóli sem leggur áherslu teymiskennslu og góð samskipti. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni – virðing og vellíðan. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskólar og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.