Athafnasvæði og hitaveitulögn í landi Ytri Haga
Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Niðurstaða sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 18.júlí 2024 breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna athafnasvæðis fyrir borholur og tengd mannvirki, hitaveitulögn og vegagerð í landi Ytri Haga.
Breytingin felur í sér að skilgreint er svæði fyrir athafnalóðir með samanlagða stærð innan við 1 ha fyrir borholur og tengd mannvirki. Breytingin gerir jafnframt ráð fyrir lagningu hitaveitulagnar frá Syðri Vík og að sveitarfélagsmörkum við Hörgársveit auk veglagningar frá Ólafsfjarðavegi að borholusvæði, um 1 km leið.
Skipulagsuppdrátt má sjá hér.
Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þau sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is.
Dalvík, 25.október 2024
Skipulagsfulltrúi