Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Stækkun íbúðarsvæðis við Karlsbraut og Ægisgötu.
Niðurstaða sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 22.október 2024 breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis 201-ÍB á Dalvík. Tillagan er aðgengileg hér
Breytingin felur í sér að norðan Ægisbrautar verða gerðar lóðir fyrir allt að 6 íbúðir í par- eða raðhúsum á einni til tveimur hæðum og að við Karlsbraut 30, þar sem nú er þvottaplan, verður gerð lóð fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum.
Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þau sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is
Dalvík, 7.nóvember 2024
Skipulagsfulltrúi