Árleg heimsókn dýralæknis í Dalvíkurbyggð
Nú nýverið voru sendir út reikningar vegna eftirlitsgjalds skráðra gæludýra í Dalvíkurbyggð, þ.e. hunda og katta. Innifalið í því gjaldi er árleg ormahreinsun framkvæmd af dýralækni sem heimsækir okkur. Sú heimsókn er áætluð og skipulögð samkvæmt eftirfarandi:
23. október frá kl. 16-18 fyrir hunda.
24. október frá kl. 16-18 fyrir ketti.
Fyrir þá sem ekki komast þessa daga er í boði að mæta miðvikudaginn 30. október frá kl. 16-18, sem er sameiginlegt fyrir hunda og ketti.
Dýralæknirinn verður með aðstöðu í áhaldahúsi Dalvíkurbyggðar á Sandskeiði.
Bent er á að samkvæmt samþykktum Dalvíkurbyggðar um hundahald og kattahald er skylda að vera með gæludýr sín á skrá hjá sveitarfélaginu sem og að þau séu ormahreinsuð árlega.
Mikilvægt er að reikningur vegna eftirlitsgjalds sé greiddur áður en mætt er með gæludýr á ofangreindum dögum til ormahreinsunar.